Ævintýraferð Hólakots

Ævintýraferð Hólakots

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í ævintýraferð, farið var með nemendur í ratleik um bæinn. Þau þurftu að svara spurningum til að finna út næstu viðkomustaði, þurftu líka að gera æfingar á nokkrum stöðum svo hægt var að halda áfram. Á einni stöðinni vorum við stödd hjá íþróttamiðstöðinni þar fengum við okkur heitt kakó og piparkökur. Á endastöðinni komum við við hjá Ingu okkar (hún var einu sinni að vinna á Hólakoti). Hún tók á móti okkur og bauð öllum inn að skoða jólaskrautið hjá sér. Fórum svo út í garð þar sem hún kveikti upp í kamínunni sinni og sagði okkur skemmtilega jólasögu af rebba. Á meðan við hlustuðum á söguna koma hvítur köttur og fór á milli nemenda og vildi fá klapp frá þeim. Myndir komnar inn á síðuna.