Foreldrar hafa eflaust orðið varir við að undanfarið höfum við þurft að víxla milli daga það sem verið hefur í matinn. Það hefur annars vegar verið vegna þess að við höfum verið með daga tileinkaða vissum þjóðlöndum og þá hafa börnin verið að bragða á ýmsum réttum um morguninn og ekki verið eins svöng í hádeginu. Hins vegar hefur það verið vegna þess að við höfum þurft að bíða eftir réttu hráefni. Þar sem við sjáum fram á að svo verði áfram um einhvern tíma höfum við breytt matseðlinum á þá leið að í stað þess að vera með fisk alla mánudaga er fiskur flesta þriðjudaga. Og vegna þessa er fiskur flesta fimmtudaga í stað miðvikudaga eins og hefur verið. Einnig gerðum við matseðilinn örlítið ýtarlegri og var það gert í samráði við næringarráðgjafa. Matseðilinn er að finna hér til vinstri á síðunni.