Eldhúsfréttir

Eldhúsfréttir

Í byrjun vikunnar sögðum við frá því að við myndum þurfa að víxla dögum á matseðlinum hjá okkur. Það gerðist nú oftar en við reiknuðum með. En þegar upp var staðið hefur allt það sem átti að vera á matseðli þessa vikuna verið í matinn, en aldrei á þeim degi sem áætlað var í upphafi. Ástæða þessa er bæði sú að við vildum bíða eftir betra hráefni, sem við síðan fengum og svo vildum við hafa léttari mat í gær (fimmtudag) þegar pólski dagurinn var og börnin höfðu ekki eins mikla matarlyst þegar kom að hádegisverðinum. Við vonum að þessi ruglingur hafi ekki komið sér illa fyrir foreldra.