Eldhúsfréttir

Eldhúsfréttir

Samkvæmt matseðili á að vera fiskur í dag, en þar sem við getum ekki fengið gott fiskhráefni fyrr en eftir hádegi í dag munum við bjóða upp á slátur í dag (sem átti að vera á morgun) og svo fisk á morgun.

Á fimmtudaginn munum við víxla matseðlinum við föstudaginn, þ.e. hafa skyr á fimmtudaginn og pottrétt á föstudaginn. Það gerum við þar sem á fimmtudaginn er foreldrakaffi um morguninn og einnig er pólskur dagur í leikskólanum, en þá fá börnin að smakka eitthvað matarkyns frá Póllandi, og þá má ætla að börnin hafi ekki mikla matarlyst í hádeginu eftir að hafa borðað um morguninn.