Því miður hefur það farist fyrir hjá mér að skýra foreldrum frá breytingum sem áttu sér stað í eldhúsi nú í haust og biðst ég velvirðingar á þeirri yfirsjón. Breytingarnar fálust í því að í stað þess að hér sé rekið móttökueldhús er nú eldað á staðnum. Er það hún Halldóra matráður sem eldar og henni til aðstoðar er Margrét Lára Jóhannsdóttir aðstoðarmatráður, en hún starfar mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13.
Óhætt er að segja að börnin hér á Krílakoti séu hæstánægð með matinn hennar Halldóru, því maratlyst þeirra er óvenju mikil; t.a.m. borða þau afar mikið af öllum fiski, slátri og lyfrarbuffi. Við matargerðina styðst Halldóra við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar sem eru í formi handbókar fyrir leikskólaeldhús . Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar eru einnig að finna ýmsar góðar upplýsingar um hollustu og heilsu sem fróðlegt er að skoða.
Dagbjört