Miðvikudaginn 5. mars héldum við upp á 5. ára afmæli Einars Braga. Í tilefni dagsins setti hann upp glæsilegu kórónuna sína sem hann föndraði sjálfur, blés á kertin 5, gaf popp, og nemendur og kennarar sungu fyrir hann. Í útiveru flaggaði hann síðan íslenska fánanum. Við í Krílakoti óskum Einari Braga og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.