Nú erum við að safna fleiri hlutum í könnunarleikinn hjá okkur. Fyrir þá sem vita ekki hvað könnunarleikur er, þá fer hann þannig fram að safnað hefur verið saman í poka eða kassa alls konar endurnýtanlegum hlutum, ekki leikföngum í hefðbundnum skilningi sem eru keypt út í búð. Þetta eru hlutir eins og keðjur, lyklar, dósir, box, lok og efnisbútar. Sá fullorðni raðar sem líkustum hlutum fyrir hvert barn. Helst um 20 til 30 hlutum. Eftir að hlutunum hefur verið raðað á gólfið hefst leikurinn. Þau fylla, tæma, setja saman, stafla, para, raða, draga, hrista, velja og hafna.
Gaman væri ef þið gætuð hjálpað okkur að safna hlutum fyrir könnunarleikinn. Listinn hér fyrir neðan er ekki tæmandi og ef þið eruð ekki viss um hvaða hluti þið gætuð komið með þá bara að koma til okkar og við metum hvort við getum notað þá.
- Dósir af öllum stærðum (t,d SMA stórar dósir)verða að vera með ávölum börmum.
- Kökubox
- Öskjur úr pappa eða tré, með og án loks
- Ullardúska
- Papphólkar af ýmsum stærðum
- Keðjur af ýmsum stærðum og gerðum.
- Hálsfestar
- Könglar
- skeljar
- Hringir, t.d. hurðahúnar úr tré
- hárrúllur, plaströr, tinnakefli,
- Gamlir lyklar
- þvottaklemmur úr tré
- rennilásar,
- lok af ýmsum gerðum.
- Teppabútar,
- borðtenniskúlur,
- Allskonar borðar,
- Stórir hnappar,
- Plast armbönd,
- Gardínuhringir,