"Dót og drasl"

Eins og fram kemur í auglýsingu um lokun vegna námskeiðsdag, 5. janúar, eru kennarar að fara á námskeiðið Hvað er þetta? Hvað viltu að þetta sé? Á námskeiðinu verður notaður alls kyns verðlaus efniviður til sköpunar og höfum við því verið að viða að okkur margvíslegu "dóti og drasli". Mig langar að biðja foreldra (og aðra sem þetta lesa og eru hér í Dalvíkurbyggð) að safna fyrir okkur hinu ýmsu sem til fellur og við getum notað á námskeiðinu og að sjálfsögðu í áframhaldandi skapandi starfi með nemendum!

Sem dæmi um það sem við erum að viða að okkur má nefna:

  • tappar
  • hólkar
  • pappabox og öskjur í ýmsum stærðum
  • rör
  • ónýt rafmagnstæki til að taka í sundur
  • vírar
  • trébútar og spítur
  • plastform margvísleg
  • alls kyns litlir smáhlutir sem hægt er að mála, líma saman, taka í sundur
  • málmar
  • efnisbútar
  • tölur
  • allskyns perlur
  • skrúfur
  • rær

Margt, margt annað getur komið til greina, það er hugmyndarflugið sem ræður ferðinni.

Hér að ofan má sjá hvar Sigurður Páll er að skreyta glugga á Skakkalandi í tilefni jólanna :o)

Dagbjört