Í þessari viku erum við búin að bralla mikið skemmtilegt saman hér í Krílakoti. Gaman að segja frá því að foreldrafélagið bauð bæði Krílakoti og Kátakoti upp á leikskýningu í safnaðarheimilinu "Pönnukakan hennar Grýlu." Þökkum við þeim kærlega fyrir okkur. Þennan sama dag var jólasöngfundur, rauður dagur, jólasveinahúfudagur og borðaður var jólamatur, hangikjöt með öllu tilheyrandi.
Á miðvikudaginn var góðgerðadagur í Dalvíkurskóla og komu nokkur börn úr 5 bekk og aðstoðuðu okkur bæði í leik og starfi með börnunum. Þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina og góðverkið.
Í desember var kaffihúsaferð fyrir börnin á Hólakoti og Skakkalandi og fór síðasti hópurinn núna á miðvikudaginn. Þar gæddu þau sér á kökum og kakó og áttu notalega stund saman. Börnin á Skýjaborg fegnu fullt af ávöktum og var þetta allt í boði foreldrafélagsins. Enn og aftur takk fyrirr okkur.