Desember í Kátakoti

Desember í Kátakoti
Nú í desember erum við búin að gera ýmislegt. Í byrjun mánaðar fórum við í ævintýraferð í fjallið sem heppnaðist mjög vel. Börnin renndu sér á þoturössum og fengu piparkökur og kakó. Gaman var að sjá hvað margir foreldrar gátu séð sér fært að koma og taka þátt í þessum degi.
Foreldrafélagið bauð svo öllum í Kátakoti í kaffihúsaferð á Gísla, Eirík og Helga og skemmtu börnin sér rosalega vel í þeirri ferð. Einnig buðu þau upp á leiksýningu um pönnukökuna hennar Grýlu sem var alveg frábært verk eftir hann Bernd Ogrodnik. Börnin sungu með af innlifun og skemmtu sér mjög vel. Þökkum við kærlega fyrir okkur.
Þriðjudaginn 15. desember komu kennarar úr tónlistaskólanum og spiluðu nokkur jólalög fyrir okkur. Mjög skemmtileg heimsókn og börnin voru dugleg að syngja með og voru við öll mjög glöð með þessa uppákomu. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.
Miðvikudaginn 16. desember var góðverkadagur í Dalvíkurskóla og komu nokkur börn úr 5 bekk og aðstoðuðu okkur bæði í leik og starfi með börnunum. Þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina og góðverkið.
Á fimmtudeginum 17. desember vorum við með rauðan dag og einnig fengum við ljúffengan jólamat í hádeginu (Svínkjöt, brúnaðar kartöflur og meðlæti).
Á föstudeginum 18. desember var svo Sólkotsbörnunum boðið í heimsókn í grunnskólann og tóku þau þátt í jólaballi yngra stigsins ásamt því að fara með jólasveinavísurnar sínar.
Þessa dagana erum við í róleg heitum, sumir eru að föndra og aðrir leika sér í rólegum leik. Förum í gönguferðir og skoða jólaljósin og margt fleira sem tengist jólunum.
Við í Kátakoti óskum ykkur gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Eigið notalega daga um jól og áramót
Hátíðarkveðja
Starfsfólk Kátakots