Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans 6. febrúar

Á Krílakoti verður haldið upp á daginn með því að fara í skrúðgöngu um bæinn. Lagt verður af stað um kl. 9 og á leið um bæinn verður komið við niðr'á bæjarskrifstofu og sungin nokkur lög. Til að undirbúa daginn eru nemendur að búa til hin ýmsu hljóðfæri sem þau munu nota til að spila undir.

Dagur leikskólans er 6. febrúar en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara á Íslandi fyrstu samtök sín. Leikskólar um allt land halda daginn hátíðlegan með ýmsum hætti og í samvinnu kennara, foreldra, nemenda og skólayfirvalda.

Félag leikskólakennara, Heimili og skóli, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga tóku í fyrra höndum saman um að stuðla að því að beina athygli að leikskólanum og því góða og fjölbreytta mennta- og uppeldisstarfi sem þar fer fram. Ákveðið var að halda dag leikskólans 6. febrúar ár hvert en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín sem fyrr er getið. Markmiðið með deginum er að gera þegna samfélagsins meðvitaðri um þýðingu leikskólastarfs fyrir börn, styrkja jákvæða ímynd leikskólakennslu og auka áhuga fólks á því að starfa í leikskólum.