Dagur læsis - leikskólalæsi á bókasafninu
Í tilefni af Degi læsis, miðvikudaginn 8. september næstkomandi munu hópar frá leikskólanum Krílakoti heimsækja bókasafnið og vinna þar í verkefninu leikskólalæsi. Leikskólalæsi er þróunarverkefni sem allir leikskólar sveitarfélagins taka þátt í og gengur út á bókavinnu, málþroskaörvun og tengingu tungumálsins við lestur og ritun.
Áhugasamir eru velkomnir á bókasafnið til að fylgjast með vinnu leikskólabarnanna en hópstjóri frá leikskólanum heldur utan um vinnu hvers hóps og stýrir henni.
Tímasetningar:
10.00 Krílakot (elstu börnin á Skakkalandi)
10.30 Krílakot (elstu börnin á Hólakoti)