Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Ár hvert er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í skólum landsins þann 16. nóvember. Að þessu sinni frestuðum við hátíðahöldum hér í Árskógarskóla um viku og söfnuðust nemendur og kennarar saman á bókasafninu í dag af því tilefni. Eins og venja er markar Dagur íslenskrar tungu upphaf Stóru upplestrarkeppninnar og lásu nemendur 7. bekkjar kafla úr bókinni Benjamín dúfa, en hún er einmitt viðfangsefni þeirra í bókmenntum þessa dagana. 1. - 4. bekkur var með söngatriði og 5. og 6. bekkur las Úr Grettisljóðum eftir Matthías Jochumsson. Hér eru myndir sem teknar voru við þetta tækifæri.