Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember

Á þriðjudaginn kemur, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni munum við vinna sérstaklega með íslenskar bækur og mega börnin koma með bækur að heima að því tilefni. Munið bara að merkja bækurnar vel.

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Hér má lesa meira um þennan merkisdag.