Í tilefni af degi íslenskrar náttúru skelltu allir mættir á Skakkalandi sér í gönguferð upp í fjall.
Við skoðuðum umhverfið í leiðinni og gæddum okkur á ávöxtum sem við höfðum með okkur og smökkuðum auðvitað bláber og krækiber sem á vegi okkar urðu. Einhverjir svipuðust um eftir kindum, hestum og öðrum dýrum en við urðum einskis vör í þessari ferð.
Veðrið var yndislegt og gaman að brjóta upp hversdagsleikann.