Líkt og foreldrar og margir bæjarbúar hafa orðið varir við höfum við á Krílakoti tileinkað síðastliðna fimmtudaga mismunandi þjóðum; Englandi, Rúmeníu, Tyrklandi, Póllandi og Búlgaríu, en í Comeniusarverkefninu okkar kallast þessir dagar Dagur að láni. Ætlunin var síðan núna á fimmtudaginn 25. febrúar að halda sýningu fyrir foreldra og aðra áhugasama, um það sem við höfum verið að gera þessa daga. Við þurfum hins vegar að fresta þessari sýningu og er það bæði gert vegna veikinda starfsfólks og barna, en skemmtilegast er að sem flestir geti tekið þátt. Við munum hafa sýningun þriðjudaginn í næstu viku, eða þann 2. mars og munum við auglýsa daginn betur síðar í þessari viku.