Þær Þura (Skakkaland), Gunna og Steinunn (Skýjaborg) hafa verið í Búlgaríu i Cominusarferð alla síðustu viku. Þær áttu að ferðast heim til Íslands, í gegnum London, í gær. En eins og allir vita að þá hefur ekki verið hægt að fljúga til eða frá London, svo þær stöllur eru fastar í Búkarest. Eitthvað hefur okkur gengið illa að setja inn fréttum á heimasíðuna af þessari ferð, en í tvígang hefur frétt sem við héldum að væri komin á síðuna misfarist eða tapast.
En af þeim Þuru, Steinunni og Gunnu er allt gott að frétta og höfum við verið í góðu sambandi við þær. Þær eru á hóteli í Búkarest og eru að vænta til landsins í fyrsta lagi á þriðjudag, þ.e. ef hægt verður að byrja að fljúga.
Í ljósi þess að þeirra er ekki að vænta til vinnu næstu daga, óskum við eftir sjálfboðaliðum úr hópi foreldra sem gætu komið og aðstoðað okkur e.t.v. part úr degi. Ef einhverjir hafa áhuga og tækifæri til geta þeir haft samband við Dagbjörtu í síma 691-3769 eða Örnu í síma 864-5977.