Í febrúar sl. sótti Krílakot um styrk til að taka þátt í Comenius samstarfsverkefni, en Comenius er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins. Nú á dögunum bárust okkur síðan þau ánægjulegu tíðindi að umsóknin var samþykkt! Heiti verkefnisins er “WITH DIFFERENT TRADITIONS-TOGETHER ON A HOLIDAY” eða Ólíkar hefðir - saman í fríi. Í þessu verkefni munu starfa saman kennarar og nemendur í leikskólum frá 7 löndum; Búlgaría, Rúmenía, Pólland, England, Tyrkland, Spánn og Ísland.
Okkur hlakkar mikið til að taka þátt í þessu verkefni og munum jafnóðum koma með upplýsingar um framvindu verkefnisins hér á heimasíðuna.