Á morgun (fimmtudag) verður búlgarskur dagur hér á Krílakoti. Við byrjum um kl. 10:00 á því að börnin horfa á myndina Dagur í lífi leikskólabarns í Búlgaríu. En það er upptaka sem samstarfsfélagar okkar í Búlgaríu sendu okkur. Því næst fara allir inn í sal þar sem bragðað verður á páskabrauði, sem Halldóra og Ásdís hafa bakað ásamt nokkrum börnum hér á Krílakoti. Að lokum gera allir mynd af unga eða eggi, en þema dagsins er páskar, en það er hátíðin sem búlgörsku félagar okkar kynna okkur hinum í Comeniusar verkefninu.
Þeir sem vilja fræðast meira um samstarfsverkefnið er bent á heimasíðu verkefnisins sem skoða má hér