Eins og flestir hafa orðið varir við hafa börnin á Skakkalandi og Hólakoti verið að fara í litlum hópum á Kaffihúsið í Bergi í boði foreldrafélagsins. Foreldrafélagið langaði að gera eitthvað fyrir börnin á Skýjaborg líka og ákvað í samráði við starfsfólk Skýjaborgar að bjóða börnunum upp á ávexti sem væru að jafnaði ekki í boði í ávaxtastundum innan skólans. Í morgun mætti Erna Þórey (móðir Völu Katrínar á Skýjaborg) með jarðarber, vínber, melónu, kantalópu, epli og mandarínur niðurskorið í boxum og bauð börnunum upp á. Þetta var yndisleg stund í alla staði og börnin voru flest mjög hrifin af þessum ávöxtum. Við þökkum foreldrafélaginu fyrir þetta frábæra framtak.