Nú er komið að næstu ferð okkar í Comenius-ar verkefninu. Annað kvöld leggja þær Arna (Skakkaland) og Ásdís (Skýjaborg) af stað frá Dalvík og fljúga svo til London á laugardaginn þar sem þær þurfa að gista eina nótt og fara svo til Rúmeníu á sunnudaginn. Þær verða komnar á áfangastað um miðnætti á sunnudaginn (á staðartíma), þannig að þetta er nokkuð langt ferðalag.
Í Rúmeníu heimsækja þær vinaskólann okkar, Gradinita cu Program Prelungit, og fá svo að kynnast hátíð heimamanna Winter Holidays eða vetrarhátíðinni. Eftir áramót munum við svo halda upp á þessa rúmensku hátíð hér í leikskólanum okkar. Þetta munum við einnig gera með hátíðir frá hinum þátttökulöndunum, Englandi, Póllandi, Tyrklandi og Búlgaríu og kynna og fræða börnin okkar um leið um mismunandi menningarheima og margbreytileika mannlífsins.
Þær stöllur fljúga svo heim fimmtudaginn 16. desember. Þær taka daginn mjög snemma, fljúga frá Oradea - Búkarest / Búkarest - London / London - Keflavík og ná því að koma heim til Íslands á einum degi. Svo fljúga þær norður á föstudagsmorgun og koma þá til vinnu.