Mikið hefur verið um að vera þessa vikuna hér á Krílakoti. Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag voru foreldrakaffi á sitthverri deildinni, þar sem börnin buðu foreldrum sínum upp á vöfflu með rjóma. Gaman var að sjá hve margir foreldrar höfðu tækifæri til að koma.
Á fimmtudaginn var líka pólskur dagur hjá okkur. Byrjað var á því að lesið var fyrir börnin á pólsku, en það gerði faðir hans Davíðs Þórs. Svo var öllum boðið upp á að bragða á pólsku góðgæti. En foreldrar Magdalenu, Roksönu og Korneliu höfðu útbúið fyrir okkur gómsæta rétti til að bragða á. Síðan var öllum boðið í pólskt bíó; börnin horfðu á Bangsímon og var talsetning á pólsku. Að lokum var dreift á allar deildir myndablöðum til að lita sem foreldrar Jakubs höfðu haft til fyrir okkur. Einnig fengum við talsvert af pólskum barnabókum að láni og fengum gefins heimasaumaðan fána!
Við færum þessum pólsku foreldrum okkar, okkar bestu þakkir fyrir alla hjálpina og þátttökuna!!