Sími: 460 4950
Síðast afmælið á Hólakoti þetta árið var í dag. Við héldum upp á 5. ára afmælið hennar Önnuleu Ídu en hún á afmæli á jóladag 25 desember. Í tilefni dagsins setti hún upp glæsilegu kórónuna sína, blés á kertin 5, gaf afmælisávaxtaspjót og nemendur og kennarar sungu fyrir hana. Flaggað síðan íslenka fánanum í útiverunni. Við í Krílakoti óskum Önnuleu Ídu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.