Komið sæl
Í dag er alþjóðadagur móðurmálsins og næsta vika tileinkuð þeim degi. Mikil menningarleg verðmæti felast í ræktun móðurmálsins sem auðgar samfélag fólks og tengir saman ólíka menningarheima, bæði innan samfélags og milli þeirra. Menning á Íslandi býr nú þegar yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. Í þessum ríkulega tungumálaforða okkar felast verðmæti sem okkur ber bæði að hlúa að og virða. Dagur móðurmálsins á að minna á það og vera okkur hvatning til að styrkja stöðu móðurmála.
Í móðurmálsvikunni 21-28 febrúar ætlum við í Krílakoti að hafa sögustundir á þremur tungumálumm, íslensku, pólsku og filippseysku og einnig syngja lög á þessum tungumálum. Við erum svo rík að hafa þrjú tungumál í starfsmannahópnum og 6 tungumál í barnahópnum.
Bestu kveðjur og góða helgi.