Komið sæl
Nú á dögunum kom hún Kinga, sem er nemendi í 10. bekk Dalvíkurskóla og er í starfsnámi í Krílakoti í vetur, með auka barn/dúkku með sér í vinnu. Hún ásamt fleiri nemendum úr 10.bekk tók með sér barn/dúkku heim í 2-3 daga og var markmiðið að læra að annast ungabarn. Þetta er liður í forvörnum þ.e. að gera nemendum ljóst að það er mikil vinna að hugsa um lítil börn. Kinga lét þetta verkefni ekki stoppa sig og fékk vistun fyrir dúkkuna/barnið í einn dag svo hún kæmist til vinnu . Starfsfólkið hljóp undir bagga ef þurfti enda þarf heilt þorp til að ala upp barn.
Bestu kveðjur
Drífa.