þann 9. september varð leikskólinn Krílakot 41 árs og ákveðið var að halda vel upp á afmælið þar sem ekki var hægt að hafa neina veislu í fyrra vegna covid-19. Leikskólinn var skreyttur að innan sem utan sem vakti mikla gleði hjá nemendum. Útbúnar voru stöðvar inni þar sem nemendum gafst kostur á að flakka á milli deilda og leika þvert á deildar. Þegar út var komið voru starfmenn búnir að útbúa þrautabraut, hengja renning af blaði til að mála, sápukúlur voru í boði svo eitthvað sé nefnt. í hádeginu komu svo nokkrir foreldrar og grilluðu pylsur ofan í nemendur. Í nónhressingu fengu svo allir vöfflur.
Viljum við koma þakklæti til þeirra foreldra sem gáfu sér tíma til að aðstoða okkar á þessum degi.
Myndir af deginum eru komnar inn á deildarsíður