Eins og fram hefur komið eru börnin okkar sem fædd eru 2005 komin niður á Kátakot. Í næstu viku verða börn sem fædd eru 2006 í hópaðlögun á Kátakoti og munu þær Inga, Arna og Fanney fylgja þeim eftir út vikuna.
Júlíana sem verið hefur á Hólakoti í vetur mun kveðja okkur á mánudaginn, en hún mun hefja störf á Kátkoti frá og með 1. júní og því má segja að hún fylgi börnunum okkar alla leið.
Dagana 31. maí til 4. júní mun einnig fara fram innanhúsaðlögun, en þá flytjast börnin af Skýjaborg yfir á eldri deildirnar, Hólakot og Skakkaland. Ég mun láta ykkur vita síðar um þau börn sem koma ný í skólann okkar nú í sumar, en hópur af börnum byrja skólagöngu sína þann 7. júní.
Á Hólakot fara eftirfarandi börn: Bjarney fylgir börnunum í aðlögun og Gerður tekur á móti þeim. |
Á Skakkaland fara eftirfarandi börn: Gunna fylgir börnunum í aðlögun og Sigrún tekur á móti þeim. |
Í næstu viku munu einnig verða fleiri breytingar. Hún María eða Maja eins og við köllum hana, leikskólakennari á Hólakoti mun tímabundið taka við stöðu deildarstjóra á Skýjaborg. Eins og kunnugt er hefur Steinunn verið í veikindaleyfi undanfarið og hefur Ásdís gengt starfi deildarstjóra í hennar fjarveru. Steinunn hefur nú fengið árs leyfi frá stöðu deildarstjóra og mun Maja leysa hana af. Steinunn mun hins vegar koma til starfa sem almennur kennari eftir sumarfrí.
Þar sem starfsfólk hefur þegar byrjað að fara í sumarfrí munið þið verða vör við að starfsfólk fari eitthvað á milli deilda nú í sumar og eitthvað munum við sameina deildir. En að sjálfsögðu munum við halda eins miklum stöðugleika og hægt er :)
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega hafið samband!
Bestu kveðjur og góða helgi, Dagbjört