Aðlögun

Aðlögun

Frá því leikskólinn opnaði í ágúst eftir sumarfrí hefur verið mikil aðlögun á öllum deildum. Á Hólakoti byrjuðu 6 ný börn; Ester Jana, Rakel Rún, Guðmundur Árni, Breki Hrafn, Unnur Elsa og Bergvin Daði. Á Skakkalandi byrjuðu einnig 6 ný börn; Veigar, Magdalena, Hugrún Jana, Guðrún Erla, Erik Hrafn og Roksana. Þar sem langflest börnin sem voru á Skýjaborg síðastliðinn vetur færðust yfir á hinar deildirnar fyrir sumarfrí eru óvenju mörg börn að hefja leikskólagöngu sína á deildinni þetta haustið, eða 15 talsins; það eru þau Jakub, Karita Kristín, Þuríður Oddný, Karítas Lind, Rakel Bára, Davíð Þór, Sigurpáll Steinar, María, Rakel Sara, Birna Lind, Ívan Logi, Maron, Ingdís Unda, Unnur Marý og Óskar Valdimar.

Á eldri deildunum, Hólakoti og Skakkalandi, er aðlögunin að mestu um garð gengin og felst börnin farin að dvelja í leikskólanum glöð og ánægð, þó oft sé erfitt að segja bless við pabba og mömmu. Á yngstu deildinni, Skýjaborg, má segja að aðlögunin sé í hámarki. Mörg barnanna eru farin að kveðja foreldra sína þegar þau koma, en þegar líður á morguninn fara þau að þreytast og þá getur tilveran verið erfið. Einnig reynist sumum börnunum erfitt þegar nýjir fullorðnir koma inn á deildina, þ.e. foreldrar sem fylgja börnum sínum sem eru að byrja. En smátt og smátt verða börnin öruggari og um leið glaðari, hjá sumum tekur það einungis nokkra daga, en öðrum vikur eða jafnvel mánuði. Og ég vil eindregið benda ykkur foreldrum á að ykkur er velkomið að hringja og athuga hvernig gengur hjá barninu ykkar. Og ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur, komið þá endilega eða hringið.

                                                                                                                                                   Dagbjört