Nemendur 8. bekkjar Árskógarskóla fóru í náms- og kynnisferð í Ektafisk á Hauganesi. Eins og allflestir vita er Ektafiskur gamalgróið fiskvinnslufyrirtæki sem vinnur fiskrétti bæði á innanlandsmarkað og einnig vinna þau saltfisk til útflutnings. Vel var tekið á móti krökkunum og þau fengu að prufa hvernig er að vinna í fiski eins og sagt er. Það var ekki annað að heyra en að þeim hefði þótt það bæði fræðandi og gaman. Þökkum við þeim hjá Ektafiski fyrir að taka á móti okkur.