8. bekkur Árskógarskóla gerir góðverk

Í morgun fóru nemendur 8. bekkjar Árskógarskóla í Stærri-Árskógskirkju. Erindið var að láta gott af sér leiða. Guðshús fara ekki varhluta af ryki og flugnaskít frekar en önnur hús. Verkefnið var því hreingerning. Krakkarnir létu svo sannarlega hendur standa fram úr ermum og varð flugnaskítur og ryk að lúta í lægra haldi fyrir þessum dugnaðarforkum. Eins og allir vita eiga nemendur 8. bekkjar að fermast að vori, það var því ánægjulegt að þau fengju leyfi til að gera góðverk fyrir kirkjuna sína. Hér má sjá myndir frá hreingerningunni.