Enn var lagt af stað í kynnisferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið að Krílakoti. Krílakot er leikskóli fyrir börn að fjögurra ára aldri staðsettur á Dalvík. Þegar okkur bar að garði voru börnin í útiveru. Krakkarnir tóku til óspilltra mála og léku við börnin þar til tími var kominn að fara inn. Þá aðstoðuðu þau smáfólkið við að fara úr útifötunum og síðan var farið inn og var krökkunum skipt niður á stofur þar sem fram fór söngur og sögustund. En tíminn leið hratt og áður en við vissum af var komið að heimferð. Nemendur voru mjög ánægðir með þessa heimsókn á Krílakot og er ég ekki frá því að í þessum hópi leynist einhverjar fóstrur framtíðarinnar.
Við Þökkum starfsfólki Krílakots fyrir móttökurnar.