Í dag fórum við í okkar árlegu 17. júní skrúðgöngu ásamt krökkunum á Kátakoti, en hún er alltaf farin síðasta virka dag fyrir þjóðhátíðardaginn okkar. Við gengum fylltu liði niður Karlsrauðatorgið og byrjuðum á að syngja inni í Úrvali og svo var haldið að bæjarskrifstofunum og sungið þar. Að síðustu gengum við upp að Dalbæ og sungum fyrir starfsfólk og heimilismenn.
Það var mjög gaman að sjá hversu margir foreldrar komu með okkur í skrúðgönguna. Hingað til höfum við ekki boðið foreldrum sérstaklega, en þar sem áhugi foreldra er greinilega mikill fyrir að koma og vera með, munum við svo sannarlega gera það að ári!