1. og 2. bekkur í heimilisfræði

1. og 2. bekkur í heimilisfræði

Verkefni tímans var, matarvenjur fyrr og nú. Markmiðið var að nemendur kynntust þjóðlegum íslenskum mat. Einnig að þau öðlist innsýn í það líf sem fólk lifði í gamla daga. Nemendur smökkuðu m.a. á  harðfiski, sviðasultu, slátri, magál, flatbrauði og hákarli. Þau voru dugleg að smakka á því sem í boði var. Skiptar skoðanir voru á því hvað væri gott og hvað væri vont eins og gengur og gerist. Hákarlinn var mikið til umræðu sökum lyktarinnar sem af honum er. Þau létu sig þó flest hafa það að smakka aðeins á honum. Á meðan snætt var spunnust góðar umræður um matarvenjur Íslendinga fyrr og nú.

En það er fleira skemmtilegt gert í heimilisfræði en að baka og elda. Nemendur fengu að búa til leir úr hveiti, salti, matarolíu og vatni sem þau fengu að taka með sér heim í lok skóladags. Vonandi hafa þau skemmt sér vel við að leira þegar heim var komið. Hér eru myndir úr tímanum.