Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11.febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð
Föstudaginn 10. febrúar héldum við upp á 1-1-2 daginn hér í Krílakoti. Við fengum í heimsókn til okkar aðila frá björgunarsveitinni, sjúkrabílnum, slökkviliðinu og lögreglunni. Einnig kom hundurinn Týr í heimsókn til okkar en hann er leitarhundur hjá björgunarsveitinni, hann er í eigu Fanneyjar og Friðjóns. Mikil spenna var að fá að fara út og skoða alla bílana að innan sem utan og ekki skemmdi þegar ljósin og sírenurnar fóru í gang. Takk kærlega fyrir okkur.
Foreldrar geta séð fleiri myndir inn á deildarsíðum.