Gluggi 19: Kvöldopnun, Dansí-ókí og jólaglögg

Gluggi 19: Kvöldopnun, Dansí-ókí og jólaglögg

Þennan síðasta fimmtudag fyrir jól ætlum við að hafa langa opnun - þ.e. opið á bókasafni og í Menningarhúsinu Bergi til kl. 20:00.

Boðið verður upp á piparkökur og jólaglögg. Við hvetjum alla til að koma og verja huggulegum tíma saman. Kúpla sig út úr jólastressi, dunda sér við að gera jólakort, spila borðspil, lesa blöðin, velja jólabækurnar vandlega eða bara "vera". 

 

Klukkan 15:00 þennan dag mun frú Dominique Gyða stjórna Dansí-ókí - það er ekki ólíkt karíókí nema það er dans. Enginn þarf að vera feiminn - það þarf ekki að dansa eitt uppi á sviði heldur erum við öll að dansa saman. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna! Valin tónlistarmyndbönd spilast á skjávarpa um og allir út á gólfi reyna að herma eftir danstöktunum á skjánum. Frábær hreyfing og skemmtun! Við mælum með að koma í þægilegum fötum því reynslan segir okkur að það verður svitnað! Enginn fyrri reynsla nauðsynleg- það geta allir verið með í dansíókí!