Hugguleg föstudagsstemming í Bergi.
Borðspilum verður sérstaklega stillt fram og gestum gefst færi á að kynna sér nýjustu spilin sem eru til útláns á bókasafninu og tryggja sér mögulega rétta jólaspilið til að hafa í jólaútláni yfir hátíðarnar.
Stundin er óformleg og hugguleg og fólk er því hvatt til að hópa sig saman í rétta spilið.