Gluggi 1: Dagbók frá 1918
Næstu 24 daga ætlum við að stytta biðina til jóla með einum eða öðrum menningartengdum hætti. Dagatalið, “Jólamenning – talið niður í jólin” er samstarfsverkefni Bókasafns Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafns Svarfdæla, Byggðasafnsins Hvols og Menningarhússins Bergs. Á hverjum degi opnast gluggi á Facebook þar sem jólahefðir verða heiðraðar, rykið dustað af fortíðinni, nýjar jólabækur kynntar eða sniðugar leiðir til jólaskreytinga kenndar… svo fátt eitt sé nefnt.
Það eina sem þú þarft að gera er að fylgjast vel með á facebook síðu bókasafnsins, njóta og taka þátt þegar það á við ❤
01. desember 2020