Gluggi 14: Spilum í desember
Gluggi dagsins er tileinkaður samverustundum sem við getum enn stundað! Við getum nefnilega spilað saman! Við hvetjum ykkur til að spila með nánustu fjölskyldunni við matarborðið með kveikt á kertaljósum og kósýheit! Svo er hægt að hitta vini í netheimum og spila saman leiki á netinu. Hugum að hvert öðru, því félagsleg samskipti eru okkur lífsnauðsynleg. Á Bókasafni Dalvíkurbyggðar er hægt að fá í útlán fjölmörg spil fyrir alla aldurshópa. Dæmi um spil sem eru á safninu eru Ticket to Ride, Popppunktur, Sequence for Kids, Trivial Pursuit, Pictionary, Bezzerwizzer og fullt af fleiri púslum og samstæðuspilum!
14. desember 2020