Tímarit

Tímarit

Á Bóksafni Dalvíkurbyggðar bjóðum við upp á mikið úrval dagblaða og tímarita. 

Héraðsblöðin tvö, DB og Norðurslóð eru aðgengileg á bókasafninu frá upphafi útgáfu þeirra beggja. Í þessum blöðum liggja ómetanlegar heimildir, hversdagslegur fróðleikur um tíma sem nú er líðinn og mikill fengur fyrir Dalvíkurbyggð að eiga aðgang að. 

Á hverjum degi fáum við bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið en þess fyrir utan fáum við: Bændablaðið, Viðskiptablaðið, Akureyri, Vikudagur, Fiskifréttir, N4, DV, Stundin og ýmis tækifærisblöð sem eru gefin út við sérstök tilefni - eins og t.d. Fiskdagsblaðið. 

Tímaritin eru einnig af fjölbreyttum toga en vinsælust eru Hús og Híbýli, Vikan, Gestgjafinn, Sumarhúsið og garðurinn og Í boði náttúrunnar. Hér er einnig úrval af öðrum tímaritum svo sem: Sagan öll, Lifandi vísindi, MAN, Nýtt líf, Glamour, 
Sportveiðiblaðið, Húsfreyjan, Júlía, Náttúrufræðingurinn, Eiðfaxi
Frjáls verslun, Heima er best, Fiskifréttir. 

  

Hægt er að nálgast eldri tímarit í kjallara bókasafnsins en auk þess bendum við fólki á timarit.is þar sem hægt er að finna mikið af eldri tímaritum. 

Við erum auk þess með mikið úrval af prjóna, sauma og hekl blöðum og bókum í sérstaklega merktri handavinnuhillu.