Ljósmyndahópur Héraðsskjalasafns Svarfdæla

Ljósmyndahópur Héraðsskjalasafns Svarfdæla (eða sérleg greiningardeild ljósmynda eftir því hvað fólk vill kalla hópinn) hefur verið starfandi um þónokkurt skeið. 

Helstu verkefni hópsins eru að bera kennsl á einstaklinga sem prýða ómerktar myndir, skráning og flokkun ljósmynda. 

Hópurinn hittist vikulega á Þriðjudögum frá 10.00-11.30 í Héraðsskjalasafni Svarfdæla, nánar tiltekið í kjallara ráðhússins.

Þær ljósmyndir sem er að finna á Héraðsskjalasafni Svarfdæla endurspegla mannlíf Dalvíkurbyggðar á síðustu öldum og veita innsýn inn í löngu liðinn tíma. Það væri með öllu ómögulegt að átta sig á því hverjir prýða margar af þessum ljósmyndum ef ekki væri fyrir þennan frábæra ljósmyndahóp. Þeirra vinnuframlag er safninu algjörlega ómetanlegt og má Dalvíkurbyggð vera þeim virkilega þakklát fyrir þeirra framlag. 

ljósmyndahópur