Með því að ýta á myndina hér að ofan færist þú fyrir á heimasíðuna: Læsi er lykillinn sem er afrakstur þriggja ára þróunarvinnu skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, Miðstöðvar skólaþróunar HA og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Stefnunni er ætlað að vera leiðbeinandi um læsiskennslu í leik- og grunnskólum. Á síðunni er að finna fjölbreytt efni sem kennarar geta nýtt til að meta stöðu nemenda og skipuleggja kennslu, leiðbeiningar fyrir foreldra o.fl.
Dalvíkurbyggð hefur samþykkt að gera þessa læsisstefnu að sinni og er þetta því yfirlýst læsisstefna Dalvíkurbyggðar.
Nánari upplýsingar birtast hér síðar.