Safngögn

Safngögn

Bókasafn Dalvíkur er í Landskerfi bókasafna, sem rekur  sameiginlegan bókasafnsgrunn á heimasíðunni Leitir.is Þar má finna þær bækur sem bókasafnið á og sjá hvort þær eru inni, eða hvenær þær eiga að koma inn.  

Hér eigum við mjög fjölbreytt úrval bóka, sem hægt er að fá lánaðar í allt að 30 dögum, nema nýjustu bækurnar, sem eru með 10 daga lánstíma.

Allflestar útkomnar skáldsögur og ævisögur  eru á safninu, einnig mikið magn ljóðabóka, ferðabóka  og annarra handbóka. Barnabækur eru í fjöbreyttu úrvali í barnadeildinni og svo unglingabækur fyrir unglinga okkar. Eitthvað er til af reyfurum, aðallega á ensku og smávegis af enskum léttlestrarbókum.

Keyptar hafa verið nokkrar vinsælar hljóðbækur og er það stefna safnsins að auka við þann lið í framtíðinni.  Útlánatími hljóðbóka er 10 virkir dagar.

DVD diskar eru til fyrir yngri kynslóðina og einnig nokkurt magn að íslenskum kvikmyndum og fræðslumyndum. Leiga á mynddiskum er gjaldfrjáls. 

Fjölmörg tímarit er hægt að lesa á safninu og fá lánuð í allt að 30 daga, eftir að næsta tbl. er komið út.  Morgunblaðið og Fréttablaðið kemur daglega á safnið

Pólskar bækur getum við útvegað ef óskað er eftir því, og einnig bækur á öðrum tungumálum.  Á bókasafninur er hægt að komast í tölvur á venjulegum opnunartíma og kostar internettenginginkr. 100.- pr. 1/2 klst.  Yfirleitt þarf ekki að panta tíma.

Geti fólk heilsu sinnar vegna ekki komist á Bókasafnið er hægt að fá bækur sendar heim samdægurs. 

 

Allir íbúar Dalvíkurbyggðar geta fengið lánþegaskírteini sér að kostnaðarlausu!