Gluggi 14: Spilum í desember

Gluggi 14: Spilum í desember

 

Jólamenning - talið niður í jólin 

Gluggi nr. 14

Það hefur ekki farið framhjá neinum að desember í ár er ólíkur fyrri árum. Við erum vön því að aðventan sé uppbókuð af viðburðum og samverustundum og allir eru á þeytingi um allt. Lífið í desember þetta árið er vægast sagt óvenjulegt og kannski smá óraunverulegt! Jólatónleikar og piparkökubakstur á netinu, hvern hefði grunað!

Gluggi dagsins er tileinkaður samverustundum sem við getum enn stundað! Við getum nefnilega spilað saman! Við hvetjum ykkur til að spila með nánustu fjölskyldunni við matarborðið með kveikt á kertaljósum og kósýheit! Svo er hægt að hitta vini í netheimum og spila saman leiki á netinu. Hugum að hvert öðru, því félagsleg samskipti eru okkur lífsnauðsynleg. Á Bókasafni Dalvíkurbyggðar er hægt að fá í útlán fjölmörg spil fyrir alla aldurshópa. Dæmi um spil sem eru á safninu eru Ticket to Ride, Popppunktur, Sequence for Kids, Trivial Pursuit, Pictionary, Bezzerwizzer og fullt af fleiri púslum og samstæðuspilum!

Opið er á bókasafninu frá klukkan 10-17 alla virka daga og 13-16 á laugardögum.

Skákklukkan sem við sjáum á myndinni er hluti af safnkosti Byggðasafnsins Hvols en upplýsingar um muni safnsins má finna á heimasíðu Sarpsins www.sarpur.is. Skákklukkan er hönnuð og smíðuð af Elíasi Halldórssyni Víkurhóli, Dalvík, fyrir Taflfélag Dalvíkur 1933. Fleiri upplýsingar hér.

Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna og sjá hvort þið finnið ekki einhverja skemmtilega muni frá safninu. Hægt er að leita á síðunni eftir leitarorðum og jafnvel finna muni sem tengjast fjölskyldunni.

Spilum saman í desember!