Jólamenning - talið niður í jólin
Gluggi nr. 10
Í dag er formlegur útgáfudagur bókarinnar: Flýgur tvítug fiskisaga eftir Atla Rúnar Halldórsson. Þetta er þriðja og síðasta bók Svarfdælasýsl, forlags þeirra Jarðbrúarsystkina á árinu 2020. Það er greinilegt að sumir hafa nýtt árið til mikla og merkilegra verkefna.
Jarðbrúarpiltarnir Atli Rúnar og Óskar Þór Halldórssynir verða í Bergi föstudaginn 11. desember kl. 13-17 með þrjár bækur sínar á svarfdælskum kjörum: nýútkomna Fiskidagsbók, sögu fjölskyldunnar á Kleifum við Ólafsfjörð og söguna um flóttamanninn og myndskurðarmeistarann Wilhelm E. Beckmann.
Bækur sem gott er að gefa og gaman að fá að gjöf ...
Bókina Svarfdælasýsl fær fólk gefins í kaupbæti af það bara vill.
Sóttvarnir verða að sjálfsögðu í hávegum hafðar með grímum, spritti og knúslausum fagnaðarfundi í þetta sinn! Aðeins geta verið 10 manns inni í einu og því mikilvægt að sýna þolinmæði og tillitssemi.