Jólamenning - talið niður í jólin
Gluggi nr. 9
Bangsi litli er fundinn! Takk kærlega fyrir alla hjálpina við leitina að Bangsa litla. Hann var búinn að fela sig hjá orðabókunum og var að læra spænsku! ¡Ahora habla español!
Í glugga dagsins lítum við aftur til fortíðar og sjáum mynd af harðduglegum mjólkurbílstjórum að ferja mjólk frá bændum í Svarfaðardal í samlagið. Snjóþungir vetur gerðu flutningana erfiða og stundum tók það allt að 52 klst. að koma mjólkinni á leiðarenda!
Myndin er úr nýju kveri - Mjólkurflutningar í Svarfaðardal- sem gefið var út í haust og er samstarfsverkefni Byggðasafnsins Hvols og Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Áhugasamir geta keypt eintak á bókasafninu í Bergi.
Á næstu dögum verður opnað sérstakt vefsvæði á heimasíðu héraðsskjalaafnsins þar sem finna má ítarefni og fleiri ljósmyndir tengdar málefninu. Fylgist með!