Gluggi 6: Fæðingardagur Kristjáns Eldjárns

Gluggi 6: Fæðingardagur Kristjáns Eldjárns

Jólamenning - talið niður í jólin 

Gluggi nr. 6

 
Í dag höldum við fæðingardag Kristjáns Eldjárns, fyrrum forseta, hátíðlegan. Kristján Fæddist að Tjörn í Svarfaðardal árið 1916. Á Byggðasafninu Hvoli er sérstök stofa tileinkuð Kristjáni en fjölskylda Kristjáns gaf safninu marga persónulega muni hans við þetta tækifæri. Kristján var fornleifafræðingur að mennt og stóð hann fyrir mörgum merkum fornleifarannsóknum í Svarfaðardal. Kristján var einnig þjóðminjavörður Þjóðminjasafns Íslands áður en hann var kjörinn forseti Íslands þann 30. Júní 1968.
 
Annar merkur maður sem hefur stofu tileinkaða sér á safninu er Jóhann Svarfdælingur. Á myndinni má sjá þá nágrannana saman á mynd og það er gaman að segja frá því að á Héraðsskjalasafni Svarfdæla eru m.a. varðveittar bréfaskriftir milli þessara tveggja og virðist sem það hafi verið afar hlýtt þeirra á milli.
 
Skál dagsins fer til Kristjáns og all hins góða sem hann gaf okkur sveitingum sínum, landi og þjóð.
 
Fylgist með þegar við opnum 7unda glugga jóladagatalsins.