Bókasafn Dalvíkurbyggðar aðildarsafn að Rafbókasafninu!

Bókasafn Dalvíkurbyggðar aðildarsafn að Rafbókasafninu!

Hvað er Rafbókasafnið?

Rafbókasafnið er bókasafn á vefnum þar sem finna má fjölda raf- og hljóðbóka af öllu tagi, fyrir alla aldurshópa. Í rafbókasafninu eru glæpir og ástir, ævintýri og ævisögur, myndasögur og bækur og innhverfa íhugun, byltingar, tísku og mataræði.

Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis Bókasafna hf. og Borgarbókasafns Reykjavíkur og hægt er að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.

Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.

Slóðin á Rafbókasafnið er: rafbokasafnið.is

 

Hvað þarf að gera til að geta notað Rafbókasafnið?

Það eina sem fólk þarf til að nálgast efni er gilt bókasafnsskírteini hjá Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Við minnum á að allir íbúar Dalvíkurbyggðar geta fengið lánþegaskírteini sér að kostnaðarlausu. Ef einhver hefur glatað skírteininu sínu er hægt að fá nýtt kort fyrir litlar 500 krónur hjá okkur í Bergi.

 

Hvernig byrja ég?

Til þess að skrá sig á rafbókasafnið þarf að hafa gilt bókasafnskort með svokölluðu GE númeri. Strikamerkið er síðan notað til að skrá sig inn ásamt leyninúmeri.

Til að lesa/hlusta með nettengingu er farið á safnið í gegnum vefslóðina: rafbokasafnid.is

Til að lesa/hlusta án nettengingar þarf að:

-          Sækja Libby app eða OverDrive app í App Store, Google Play eða Windows Store

-          Velja Rafbókasafnið, finna okkar safn (Bókasafn Dalvíkurbyggðar) í „Add your card“ og skrá inn númer korts (strikamerki) og leyninúmer.

-          Hlaða bókinni niður og lesa eða hlusta.

Lesbretti:

-          Ef nota á lesbretti þarf að stofna Adoble ID- aðgang og hlaða niður Adoble Digital Editions forritinu.

-          Hlaða bókinni niður og færa á lesbrettið.

-          Engöngu hægt með lesbrettum sem styðja e-Pub formið.

-          Kindle lesbretti virka ekki NEMA kindle Fire.

 

Rafbókasafnið í hnotskurn – gripið saman í nokkra punkta

  • Rafbókasafnið byggir á OverDrive rabókaveitunni
  • Þú þarft gilt bókasafnskort og PIN-númer hjá aðildarsafni. Allir íbúar Dalvíkurbyggðar geta fengið lánþegaskírteini sér að kostnaðarlausu á Bókasafni Dalvíkur og hægt er að leyta aðstoðar þar varðandi PIN-númer.
  • Þú skráir þig inn á Rafbókasafnið með strikamerkisnúmerinu á bókasafnskortinu þínu og PIN-númeri. Þú getur einnig skráð þig inn með Facebook eða sérstökum OverDrive aðgangi en til þess að fá lánað þarftu að gefa upp númerið á bókasafnskortinu og PIN-númer í fyrsta skipti sem það er gert.
  • Þú getur valið hvort þú færð bók að láni í 7, 14 eða 21 dag.
  • Þú getur haft 5 bækur að láni í einu og sett inn 7 frátektir.
  • Þú getur gert innkaupatillögur. Hægt er að mæla með kaupum á 3 bókum á 14 daga fresti.
  • Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr.
  • Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess.
  • Viljir þú lesa eða hlusta án þess að vera nettengd(ur) þarftu að ná þér í Libby appið, OverDrive appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.

Ef þið hafið einhverjar spurningar hvetjum við ykkur eindregið til að hringja til okkar eða senda fyrirspurn á bjork@dalvikurbyggd.is og við munum gera okkar allra besta til að aðstoða ykkur!