Á Héraðsskjalasafninu eru þessar vikur þrjár konur að skrá ýmsar upplýsingar sem miða að því að gera söguna aðgengilega fyrir almenning. Þetta eru þær Sigurlaug Stefánsdóttir sem skráir gamlar ljósmyndir í skráningaforritið Fotostation. Þórdís Hjálmarsdóttir skráir vísur og ljóð á vísnavefinn Harald og Ingibjörg Hjartardóttir greinisskráir Norðurslóð svo að hægt sé að leita að stökum greinum í Leitir.is. Engin þeirra er fastráðin heldur verkefnaráðnar og háðar styrkveitingum til safnsins. Nú er leitað allra leiða til að finna styrki svo hægt sé að halda áfram með þessi nauðsynlegu verkefni.