Á Héraðsskjalasafninu eru þessar vikur þrjár konur að skrá ýmsar upplýsingar sem miða að því að gera söguna aðgengilega fyrir almenning. Þetta eru þær Sigurlaug Stefánsdóttir sem skráir gamlar ljósmyndir í skráningaforritið Fotostation. Þórdís Hjálmarsdóttir skráir vísur og ljóð á vísnavefinn Harald og Ingibjörg Hjartardóttir greinisskráir Norðurslóð svo að hægt sé að leita að stökum greinum í Leitir.is. Engin þeirra er fastráðin heldur verkefnaráðnar og háðar styrkveitingum til safnsins. Nú er leitað allra leiða til að finna styrki svo hægt sé að halda áfram með þessi nauðsynlegu verkefni.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00