Stebba og Eyfa þarf vart að kynna, en þeir hafa um árabil verið í fremsta flokki höfunda og flytjenda dægurtónlistar á Íslandi. Þeir félagar stíga á stokk í Menningarhúsinu Bergi um páskana eða nánar tiltekið skírdag, fimmtudaginn 28. mars.
Það er ansi langt síðan þeir Stebbi og Eyfi heimsóttu Dalvík, en á þessum tónleikum munu þeir flytja rjómann af því sem þeir hafa fengist við í tónlist undanfarna áratugi, bæði saman og í sitthvoru lagi ásamt því að spjalla á mjög léttum nótum við tónleikagesti.
Jafnframt því að spila og syngja sín þekktustu lög munu þeir félagar, í tilefni páskanna, gefa fjölmörgum tónleikagestum ljúffeng páskaegg frá GÓU, en dregið verður úr seldum aðgöngumiðum.-
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er forsala aðgöngumiða í Menningarhúsinu Bergi og hefst miðasala 1. febrúar!
Miðaverð: Kr. 4.900-